563 5600

Opnunartímar

Mán - föstud  7:30 - 16:00
Lokað á laugardögum

Velkomin á heimasíðu Björgunar

Björgun ehf er leiðandi framleiðandi steinefna til hverskonar mannvirkjagerðar á Íslandi. Félagið aflar hráefnis úr námum á hafsbotni með uppdælingu efnisins sem síðan er flutt til frekari vinnslu á athafnasvæði félagsins við Ártúnshöfða í Reykjavík.

Björgun hefur um árabil stundað verktöku af ýmsu tagi, svo sem hafnardýpkun, uppdælingu á efni til landfyllinga fyrir ýmsa aðila og uppdælingu á efni til frekari framleiðslu á vegum annarra.

Á síðari árum hefur Björgun staðið að landaþróunarverkefnum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra. Verkefnin eiga það sammerkt að standa öll við ströndina og má segja að félagið sé frumkvöðull að uppbygging strand- og bryggjuhverfa hér á landi.